Monday, February 27, 2012

villisveppaveisla

Það er alltaf jafn huggulegt að fá skemmtilegt fólk í mat. Í þetta sinn bauð ég mömmu, pabba, ömmu og afa uppá dýrindis kjúlla og meðlæti.


Kjúklingabringurnar í Einarsbúð eru í miklu uppáhaldi. Það er bæði hægt að fá hvítlaukslegnar og villisveppalegnar bringur. Þær villisveppa urðu fyrir valinu í þetta skipti og slógu í gegn. Ég bakaði þær inní ofni ásamt niðurskornum sætum og venjulegur karteflum í eldföstu móti. Pipraðar og saltaðar með smá olivolíu.
Ferskt sallat með ristuðum furuhnetum og fetaosti fylgdi að sjálfsögðu með.


Punkturinn yfir i-ið að mínu mati er sósan hennar Líf vinkonu, með betri sósum sem ég hef smakkað og ótrúlega einföld!


Bræddi smá smjör og smjörsteikti slatta af sveppum og lauk, því meira gums því betra að mínu mati.
Þegar laukurinn er farinn að brúnast örlítið bætti ég einum til tvem sósuteningum útí, það er hægt að nota grænmetis, kjúklinga eða jafnvel nauta. Það fer bara eftir því hvað þú fýlar og hvernig kjöt sósan er að fara út á.
Næst skellti ég tvem pelum af rjóma út í og leyfði sósunni að malla. Svo er lítið mál að þykkja eða þynna sósuna eftir þörf, það er auðvitað bara smekksatriði..


Allir ánægðir með matinn

- Alexandra Berg

4 comments:

  1. mmm!! finnst þú ættir að bjóða vinkonu þinni í svona við tækifæri :D

    ReplyDelete
  2. Þú klikkar ekkert í þessu !! :)
    Vá hvað mig langar í Einó bringur! Matarhittingur í sumar;)

    ReplyDelete
  3. Ójá! það verða sko ófáar grillveislurnar í sumar stelpur :) skal hérmeð lofa að hósta eina svoleiðs!

    ReplyDelete
  4. mmm ánægð með þig og ykkur að vera að blogga ;D

    ReplyDelete