sykursjúk
Nú er fjórði dagurinn í þessu blessaða átaki og ég er farin að þrá óhollan mat og nammi!! Frekar mikil breyting fyrir líkamann að fara úr engri hreyfingu og endalausum mat yfir í rækt á hverjum degi og litla skammta af hollum mat á tveggja tíma fresti. En það sem hjálpar mér helling með sykurþörfina er góður smoothie eða boozt!
Skellti í einn einfaldann og góðann smoothie í morgun sem sló sykurþörfina..
- 3 dl af hreinum eplasafa
- 1/2 banani
- 2 lúkur af frosnum jarðaberjum
- 1 lúka af frosnum ananas
- 1 lúka af bláberjum
- lítill biti af engiferrót
Þetta er passlegt í c.a. 2 glös
Mmm, lítur vel ut og þið duglegar! ;)
ReplyDelete