Ætla að skella inn uppskriftinni fyrir ykkur sem heima sitjið..
4 dl spelt
3 tsk lyftiduft
2 lúkur sólblómafræ
4 vel þroskaðir bananar
12 döðlur
2 egg
2 msk olía
1 msk agavesýróp
dass af sítrónusafa
Þið byrjið á því að blanda speltinu, lyftiduftinu og sólblómafræunum saman í skál.
Bananarnir og döðlurnar sett saman í blandara og maukað.
Þegar þetta er orðið þykk-fljótandi bæti þið eggjunum, olíunni og agavesýrópinu út í.
Hellið svo vökvanum úr blandaranum yfir í skálina með speltinu, lyftiduftinu og fræunum og blandið vel saman.
Skellið svo dass af sítrónu safa útí þetta því það gerir brauðið léttara í sér.
Bakið brauðið í c.a. 50 min á undir og yfir hita á 200 gráðum. Best er að hafa brauðið neðarlega í ofninum.
Taaada! ótrúlega lítið mál :D
- Alexandra Berg
Lítur rosalega vel út skvísur :)
ReplyDeletesakn og knús :*