Tuesday, March 13, 2012

Spelt Bananabrauð - einfalt, holt og ljómandi gott!

Í gær skellti ég í þetta looovely bananabrauð! Ótrúlega lítið mál og stóri plúsinn er sá að það er líka ótrúlega hollt. Nánast eins og að borða köku en samt svo hollt, hversu sweeet?!
Ætla að skella inn uppskriftinni fyrir ykkur sem heima sitjið..


4 dl spelt
3 tsk lyftiduft
2 lúkur sólblómafræ
4 vel þroskaðir bananar
12 döðlur
2 egg
2 msk olía
1 msk agavesýróp
dass af sítrónusafa


Þið byrjið á því að blanda speltinu, lyftiduftinu og sólblómafræunum saman í skál.
Bananarnir og döðlurnar sett saman í blandara og maukað.
Þegar þetta er orðið þykk-fljótandi bæti þið eggjunum, olíunni og agavesýrópinu út í.
Hellið svo vökvanum úr blandaranum yfir í skálina með speltinu, lyftiduftinu og fræunum og blandið vel saman.
Skellið svo dass af sítrónu safa útí þetta því það gerir brauðið léttara í sér.


Bakið brauðið í c.a. 50 min á undir og yfir hita á 200 gráðum. Best er að hafa brauðið neðarlega í ofninum.






Taaada! ótrúlega lítið mál :D




- Alexandra Berg



1 comment: