Nú er ég stödd á Akranesinu góða og helgin búin að vera frábær hingað til!
Prinsessurnar á Guggugötunni buðu í gleði í gærkvöldi. Ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta og fór með Eyju, Eyrúnu, Daisy og Gunnþórunni til Reykjavíkur. Planið var að fara snemma heim en gleðin var einfaldlega of mikil þannig að ég og Eyrún urðum eftir í borg óttans með Bergþóru, Aldísi og Bergþóru Sveins. Guggugatan stóð klárlega undir nafni og trýtaði okkur vel. Engin önnur en Kim Kardashian tók fagnandi á móti okkur, mikið spjall og mikið gaman! Aldís partýmaskína var svo búin að útbúa skemmtilegann leik og fékk ég það verkefni að dingla uppá hjá Brynjari Má fm fola, ég var held ég eina sem gerði það sem ég var mönuð í og stóð mig eins og hetja. Brynjar Már átti ekki egg til að gefa mér í þetta skiptið en stelpurnar skemmtu sér konunglega við að taka þetta upp og ég trúi ekki öðru en að Eyrún skelli þessu vídjói inn á facebook strax á morgun!
Þar sem við vorum komnar í þennan flippaða gír var ekkert annað í stöðunni en að byrja djammið á LivePub, slógum rækilega í gegn þar með laginu Hit me baby one more time og ég man ekki betur en að það hafi líka verið tekið upp á vídjó! Ég þarf að fá að komast í símann hennar Eyrúnar og henda þessu öllu hingað inn við tækifæri :D
Í dag var frumsýning á leikritinu Nornaveiðar sem Grundaskóli var að setja upp. Mæli hiklaust með þessu leikriti, fínasta skemmtun. Ótrúlega góður húmor og það var ekkert lítið hlegið!
Stefanía og vinkonur að dansa á forsýningunni
Ég er búin að fara á öll leikritin sem Grundaskóli hefur sett upp síðan Frelsi var sýnt og að mínu mati er þetta lang skemmtilegasta og flottasta verkið. Það skemmir heldur ekki fyrir að Stefanía litlasyss leikur í því. Krakkarnir stóðu sig öll þvílíkt vel en að mínu mati sköruðu Klara María sem lék nornina og Sara sem lék bestu vinkonu aðalhlutverksins framúr sem leikarar. Söngurinn í leikritinu var líka ótrúlega flottur og skemmtileg lög!
Kvet ykkur öll til að kíkja á þetta í bíohöllinni á Akranesi :)
en ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili..
- Alexandra Berg
læt fylgja eitt lag sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana
Skemmtileg helgi! verst að hafa ekki náð að hittast í 101. En gott að hitta þig samt í dag...mun sakna þín SVO fram í maí <3
ReplyDelete