Jæja, eitt blogg í tilefni þess að ég er nú meðleigjandi í þessari síðu ..
Helgin í Ölstofunni var vægastsagt RUSALEG ..
Byrjuðum hana rólega á föstudagskvöldið með smá Sushi á Kung-Fu og duttum svo í bíó á The Woman in Black. Alexandra var svo hrædd að ég þurfti að sofa uppí hjá henni og halda í hendina á henni þangað til hún sofnaði þessi dúlla! Mæli með þessari mynd .. samt ekki.
Á laugardaginn var svo Árshátíð hjá FSHA, þemað var 50's .. get ekki sagt að ég hafi tekið það alla leið EN svona smá samt.
.. svo dissaði ég árshátíðina og krassaði partýið hennar Alexöndru í Ölstofunni, GOODSHIT-PARTY! Lukkuhjólið á sínum stað, beerpong í fullum gangi og minibarinn hlaðinn. Þessar tvær GRJÓTHARÐAR að vanda !
Þegar ég kom heim úr vinnuni í kvöld sá ég svo skrautlegt post á facebook "Ölstofan á síðasta sjéns eftir átök helgarinnar - ef fleiri partý verða
þar sem fólk er hoppandi og ælandi fram af svölunum, troðandi mat í
póstkassana og gangandi um bert að neðan í stigagöngunum verða
Ölstofuprinsessurnar bornar út... það hlaut að koma að þessu!" .. jáb, hlaut að koma að þessu.
Sunnudeginum var svo ekki eitt í þynku og vittleysu, skelltum okkur í smá road-trip á Mývatn í Græna lónið með vel völdu fólki. Við lexa, Oddny, Stefán, Sölvi og Gunni létum ekki þynkuna sigra okkur.
ljóómandi góð helgi í alla staði - fyrir utan smá útburðar hótanir.
Fyrsta bloggið komið !
Þórdís :)
No comments:
Post a Comment