Wednesday, May 16, 2012

Sveitasæla

Nú er ég búin að vera í tvær vikur á Stapanum.
Mikil vinna, mikill peningur og mér leiðist það ekki!
Ég er búin að taka slatta af myndum í sveitinni og ætla að deila þeim með ykkur. Arnarstapi er æðislegur og án efa fallegasti staður sem ég hef heimsótt á Íslandi.


Dagurinn í dag var æði, ég og Jói frændi skelltum okkur á Jökulinn











Skelli mér stundum í göngutúra eftir vinnu og tek nokkrar myndir..












Ég og Oddur fórum uppá jökul að leika okkur umdaginn á bretti og vélsleða








Stundum er maður freesh í morgunmatnum.. 


Og stundum ekki.. þá trýtar maður sig með einum svona



Eins og þið sjáið er lífið ljúft á Stapanum á meðan maður halar inn peningum :)
Þórdís kemur til mín á morgun og ég get ekki beeeðið! Búin að sakna hennar of mikið :*

- Alexandra






















































Friday, May 11, 2012

VictoriasSecret ást & hlaupahópurinn Sprettur

 Þá er hlaupasumarið byrjað og ég er búin að verað æfa mig örlítið!
Maður er nátturlega meðlimur í hlaupahópinum Sprett, það er ekkert slor. Við skvísurnar ætlum að skella okkur í Reykjavíkurmaraþonið í ágúst. Ekki leiðinlegt það!
Menn eru að spá í að hlaupa annaðhvort 10 km eða 21 km. Mig langar að fara létt með 21 km og er þetta allt á réttri leið. Ég fór 14 km umdaginn með mömmu. Vorum klukkutíma og 25 min að því, bara gaman!

Auðvitað þarf maður að dressa sig almynnilega upp í hlaupasumarið og gerði ég góð kaup á VictoriasSecret umdaginn. Ó hvað ég elska þessa búð!


 





Planið var að kaupa bara íþróttaföt en ég réð ekki við mig og varð bara að kaupa mér eitt stykki bikiní í leiðinni :D


love it!


- Alexandra

Sunday, May 6, 2012

heima er best!

Þá er ævintýrinu á AK lokið í bili!

 


Búið að vera skemmtilegasta ár lífs míns, það er klappað og klárt! Við erum búnar að kynnast svo ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki og búa til margar góðar minningar með því. Það var leiðinlegt að kveðja Akureyri en það er alltaf gott að koma heim :)




Ég fékk tæpa viku heima áður en ég fór á Arnarstapa að vinna og naut þess sko í botn! Hafði það gott með fjölskyldunni og hitti stelpurnar mínar heima hjá Agnesi. Þar borðuðum við heita rétti og snarl, spjölluðum saman og höfðum margt að segja enda langt síðan við höfum verið allar á Skaganum á sama tíma. Bara gaman!






Ég stóð við mitt og skellti mér nokkrum sinnum í ræktina á Jaðarsbökkum. Alltaf jafn troðið og kósý þar og auðvitað skellti ég mér í smá tan session í sundi eftirá. Akrafjallið fékk líka að finna fyrir því. Ég og Eyja fórum það upp leikandi létt og stefnum á að skella okkur upp á fleiri tinda í sumar! Jafnvel að Esjan sé næst eða bara setja markmiðið hátt og rölta upp á Snæfellsjökul :)





Ég missi því miður af fyrsta ÍA leiknum sem er í kvöld en náði þó æfingarleiknum sem var í síðustu viku. Maður fékk nettan sumar fílíng á að sitja og horfa á fótbolta í sólinni en það verða eflaust margar stundir þegar líða fer á sumarið og auðvitað stefum við á að vera Bikarmeistarar og Íslandsmeistara sumarið 2012! ekkert minna





Í kvöld er það svo ekkert minna er 3rétta á Hótel Hellnum því kokkurinn elskar mig og vill endilega sýna mér hvað hann getur í eldhúsinu. Ég segji að sjálfsögðu ekki nei við því! En ætla að láta þetta duga af Stapanum í bili..

- Alexandra Berg

Tuesday, May 1, 2012

London baby !

Baráttudagur verkalýðsins 1.maí !


Nú þegar Ölstofan er að verða tóm, Alexandra flutt á Flórída-skagann og nákvæmlega tvær vikur eftir af Ak-ævintýrinu mínu sé ég ekkert annað í stöðunni en að henda í eitt stykki blogg.

Lokaprófin eru komin á full, eitt búið og fjögur eftir. Ákvað að fagna því að vera búin með fyrsta prófið á síðasta fimmtudag með því að skella mér í helgarferð til London!
Stutt en ljómandi góð ferð!

London baby!


 
Þessi herramaður beið eftir mér á flugvellinum

mollið:D

svoo fallegir




En núna er ekkert annað í stöðunni en að grafa höfuðið aftur ofan í bækurnar og klára þessi próf svo sumarið geti farið að koma.


 Sumar sætar 2011!



ÖRstutt í stapann !


X X X

Afmælisbarn dagsins

Stefán Þór - 22 ára
Til hamingju með daginn strákur:*

Þórdís :)