Þá er ævintýrinu á AK lokið í bili!
Búið að vera skemmtilegasta ár lífs míns, það er klappað og klárt! Við erum búnar að kynnast svo ótrúlega mikið af skemmtilegu fólki og búa til margar góðar minningar með því. Það var leiðinlegt að kveðja Akureyri en það er alltaf gott að koma heim :)
Ég fékk tæpa viku heima áður en ég fór á Arnarstapa að vinna og naut þess sko í botn! Hafði það gott með fjölskyldunni og hitti stelpurnar mínar heima hjá Agnesi. Þar borðuðum við heita rétti og snarl, spjölluðum saman og höfðum margt að segja enda langt síðan við höfum verið allar á Skaganum á sama tíma. Bara gaman!
Ég stóð við mitt og skellti mér nokkrum sinnum í ræktina á Jaðarsbökkum. Alltaf jafn troðið og kósý þar og auðvitað skellti ég mér í smá tan session í sundi eftirá. Akrafjallið fékk líka að finna fyrir því. Ég og Eyja fórum það upp leikandi létt og stefnum á að skella okkur upp á fleiri tinda í sumar! Jafnvel að Esjan sé næst eða bara setja markmiðið hátt og rölta upp á Snæfellsjökul :)
Ég missi því miður af fyrsta ÍA leiknum sem er í kvöld en náði þó æfingarleiknum sem var í síðustu viku. Maður fékk nettan sumar fílíng á að sitja og horfa á fótbolta í sólinni en það verða eflaust margar stundir þegar líða fer á sumarið og auðvitað stefum við á að vera Bikarmeistarar og Íslandsmeistara sumarið 2012! ekkert minna
Í kvöld er það svo ekkert minna er 3rétta á Hótel Hellnum því kokkurinn elskar mig og vill endilega sýna mér hvað hann getur í eldhúsinu. Ég segji að sjálfsögðu ekki nei við því! En ætla að láta þetta duga af Stapanum í bili..
-
Alexandra Berg