Fjölskyldan kom til Akureyrar síðasta miðvikudag og byrjaði veislan undir eins. Ég var að sjálfsögðu tilbúin með heitar muffins og mjólk fyrir gestina.
Á fimmtudags morgun skelltum við mæðgurnar okkur í ræktina, tókum vel á því og eftir púlið lág leiðin upp í Hlíðarfjall þar sem ég tók litlu systur mínar í brettakennslu. Þær stóðu sig eins og hetjur og létu að sjálsögðu vaða í stóru lyftuna.
dagurinn mínn fór aðalega í slökun og þolinmæði
Fjölskyldan var hjá mér fram á sunnudags kvöld. Við eyddum þrem dögum í fjallinu, borðuðum góða mat að hætti mömmu (hún klikkar aldrei), fórum í keilu þar sem ég tók fjölskylduna í bakaríið í lotu 1 en múttan rústaði lotu 2. Greifinn trýtaði okkur vel á laugardags kvöldið og Akureyrar sundlaugin gerði góða hluti alla helgina.
Páskadjammið var svo tekið á sunnudeginum. Hefði betur slept því djammi en það þýðir ekki að væla yfir því núna.
Á þriðjudaginn kom Þórdís heim frá Akranesi, mér til mikillar ánægju. Við máttum engann tíma missa því fitumælingin átti víst að vera á miðvikudeginum og skelltum okkur beint í ræktina! Að fara í fitumælingu beint eftir ljúfa páska er ekki það skemmtilegasta sem ég hef gert og voru menn freeekar stressaðir.
Þetta kom samt betur út en ég hefði mátt vona og er ég búin að missa 13,5 cm af mér á 6 vikum. Held að það sé ágætis árangur miðavið það að ég byrjaði þetta rólega :)
Stóð nánast við markmiðið mitt að fara í ræktina 6x í viku síðan síðasta mæling var. Fyrstu 2 vikurnar fór ég 7x í viku og er ég farin að æfa eftir prógraminu sem ég fékk hjá Katrín Evu og Magga. Páska vikan var ekki alveg jafn góð því það var lokað í ræktinni föstudag og sunnudag en bætti það nokkurnvegin upp með snjóbretti.
Ég held samt áfram að grennast aðalega að ofan, ætli ég sé ekki bara þannig bygð. Ég er samt sátt með að ég sé farin að stinnast og sést það nokkuð vel á árangurs-myndunum sem ég tek á 3 vikna fresti. Þar sem ég er dugleg að lyfta og taka prótein er ég ekkert að svekkja mig á því að ég sé ekki að léttast neitt að viti enda eru vöðvar þyngri en fita :)
Markmiðið fyrir næstu 3 vikur = æfa 7x í viku (inní því er morgunbrennsla 2x í viku) og hafa einn nammidag í viku í staðin fyrir þrjá eins og ég er búin að hafa það.. hehe
Þetta með nammidagana á eftir að vera erfitt en ég skal geta það!!
- Alexandra Berg
Æji gaur, dragðu mig með í svona sniðugt átak. Er einmitt byrjuð að skokka og hjóla því ég hef ekki penge fyrir ræktinni en mikið hljómar þetta allt saman vel hjá þér! Frábær árangur, keep up le work. Sunnudagspáskadjammið voru mikil vonbrigði.
ReplyDelete-Heiða
Jáá Heiða! Ert velkomin með okkur í ræktina :D en ég er alveg sammála, það er ekkert gefins að kaupa sér kort í átak.. Get líka sent þér ræktarplanið okkar ef þig vantar hugmyndir af æfingum, það er minnsta málið!
ReplyDelete- Alexandra
Það væri nú alveg dásamlegt, allar hugmyndir vel þegnar :)
ReplyDelete