AK Extreme var helgina 12-13-14 apríl. Við vinkonurnar létum okkur að sjálfsögðu ekki vanta og splæstum í 3000 kr armbönd til þess að komast inn á alla tónlistaviðburði helgarinnar.
Þessi helgi var algjör snilld!
Að mínu mati var fimmtudagskvöldið skemmtilegast. Þá var opnunarhátíð AKX. Geðveik stemning þarna inni, pínu eins og á Skagadjömmum (samt mikið betri), allir félagar og vinir og sumir ekki búnir að hittast í langann tíma að skemmta sér saman. Við Þórdís ætluðum að taka því rólega en nei, að sjálfsögðu fór það ekki þannig. Þræddum eftirpartýjin til 5 um morguninn og þá tók gestakokkurinn Hilmar við í Ölstofunni. Loovely!
Við vinkonurnar vorum heldur bugaðar á föstudeginum en kíktum samt niðrí bæ að horfa á strákana keppa í Jibb sessioninu. Fáránlega vel gert hjá þeim! Hákon sigraði það með yfirburðum. Geggjuð stemning.. Emmsjé Gauti á fóninum, góð tónlist og flottir brettastrákar. Lofaði góðu kvöldi en við vorum einfaldlega of bugaðar og fórum því heim í kósý kvöld eftir Jibbið.
Sölvi
Svabbi
Gunshow
Hákon
Matti
winner
Laugardagurinn var tekinn all-in! Mættum á BigJump keppnina kl 8 byrjuðum að sulla í ollur. Þar voru strákarnir að hoppa af risa eimskip stökkpalli. Fengum soldið fyrir hjartað þegar lendingarnar misheppnuðust en þetta var fáránlega flott hjá þeim. Þetta var ekki búið fyrr en um 11 og þá voru Ölstofuprinsessurnar komnar vel í það, en ekki hvað? Fórum í smá teiti hjá Háskóla vinum hennar Þórdísar. Við vorum ekki í alveg nógu góðu ástandi fyrir heita rétti og spjall þannig að við forðuðum okkur í Ölstofuna og gerðum vel við okkur þar. Svo var að sjálfsögðu haldið niðrí bæ.
Þetta var s.s. síðasta djamm-helgin mín á AK í bili. Síðasta helgi fór eingöngu í vinnu og næsta föstudag flýg ég upp á Skaga. Ég fæ að stoppa þar í viku áður en ég fer vestur á Snæfellsnes að vinna út allan mai! Það er nóg að gera og margt spennandi framundan :)
En ég ætla að láta þetta duga að þessu sinni..
- Alexandra Berg
Það mun seint líta út fyrir að vera leiðinlegt hjá ykkur stöllum :)
ReplyDeleteHlakka bilað til að hittast ! Vika ójá :*
Knús til ykkar!!