Saturday, March 10, 2012

KONY2012 - HOT or NOT?

Nú geri ég ráð fyrir því að flestir sem lesi þetta blogg viti hver Joseph Kony er og samtökin Invisible Children.


Fyrir þá sem ekki vita, endilega ýtið á linkinn hér fyrir neðan og horfið á þetta vídjó...


http://vimeo.com/37119711


Þetta er ótrúlega flott og vel gert vídjó sem nær athygli manns 100%! Þetta snýst s.s. allt um að ná Joseph Kony sem er fyrirliði glæpahópsins L.R.A. Í fyrstu lofar þetta verkefni ótrúlega góðu og maður vill ekkert annað gera en að hjálpa þessum greyjið börnum sem eru að berjast fyrir lífi sínu úti í Uganda en maður má ekki gleyma að kynna sér málið betur og skoða þetta frá fleiri hliðum.


The Invisible children hefur verið gagnrýnt fyrir það að láta aðeins 32% af ágóða sínum renna til góðgerðarmála en þau þénuðu $8,676,614 á síðasta ári. Mikið af peningum þeirra fara í starfsmanna laun, ferða og vídjóupptöku kostnað.
Einnig hafa þau verið gagnrýndi fyrir það að ágóðinn er til styrktar hersins í Uganda. Herinn í Uganda hefur sjálfur verið bendlaður við nauðganir og þjófnað.
Það var byrjað að taka upp þetta fræga vídjó árið 2003 en Norður-Uganda hefur verið laus við L.R.A ofbeldi og stríð í yfir fimm ár núna og í raun hefur L.R.A skrifað undir friðarsamning. Þannig að það má segja að vídjóið sé ''old-news''.


byssupós

Það er hægt að lesa meir um þetta hér.. http://visiblechildren.tumblr.com/ - færsluna sem heitir ''We got trouble.'' og auðvitað hinar líka ef þið hafið áhuga og tíma. http://www.reddit.com/r/AskReddit/comments/qlqka/why_was_the_suspicious_about_invisible_children/c3yka59


Að mínu mati er ekkert slæmt við það að vekja athygli á þessum manni og fræða fólk um það sem er eða var í gangi í Uganda. Sorglegt en satt þá þarf svona flott vídjó til þess að vekja athygli fólks. Ég viðurkenni alveg sjálf að ef þetta myndband hefði ekki verið svona vel gert og það hefði ekki verið lögð svona mikil vinna og peningur í það hefði ég líklegast slökt á því eftir 2 mín og ekki haft hugmynd um hver Joseph Kony væri. Svona er bara heimurinn í dag, sorglegt en satt!
Mér fynst að þessir menn eigi að fá props fyrir það að ná svona mikilli samheldni og vilja fólks til að hjálpa. Frábært hvað þeir hafa fengið marga til þess að standa saman fyrir góðann málsstað. Ef fleyri mundu áorka þetta væri heimurinn eflaust betri! Þessi kraftur og samheldni sem er að myndast gæti lagað margt hérna heima á Íslandi sem er einni mjög nauðsynlegt.

http://invisible.tumblr.com/ - linkur inn á síðuna hjá Invisible children



Fólk þarf bara að gera upp með sjálfum sér hvort þau haldi að þetta sé til hins betra eða ekki.
Er betra að gera eitthvað eða ekki neitt?
Er Joseph Kony enþá á lífi?
Er hann í Uganda?
Er ráðlagt að styrkja herinn í Uganda?
Er nauðsynlegt að flytja bandaríska herinn inn í Uganda?
jáá.. ég bara veit það ekki



Þessi skvísa vill líka meina að hún viti hvað hún er að tala um.. ég sel það ekki dýrara en ég keypti það því ég þekki hana ekki neitt en þetta virðist meika sens hjá henni!



En við skulun enda þetta á léttu nótunum .. 



- Alexandra Berg




No comments:

Post a Comment