Saturday, March 17, 2012

ljúfa líf

Loksins kom gott færi upp í fjalli og eru síðustu dagar búnir að vera nýttir í botn!
Ég og Þórdís erum reyndar ekkert búnar að komast saman því Þórdís er mest bussy og duglegasta stelpa sem ég þekki og var btw að klára einn áfanga í skólanum í síðustu viku! Til hamingju með það elsku prinsessa ;*
En nóg um Þórdísi.. Ég og Jónas Kári erum búin að eiga fjallið og erum farin að sviga niður brekkurnar eins og enginn sé morgundagurinn! Ég er ekkert lítið spennt að fara með Þórdísi á morgun upp í Hlíðarfjall og vona ég svo innilega að veðrið verði með okkur í liði, allavega vantar ekki snjóinn :)


Við vinkonurnar erum svo að vinna í snjóbrettavídjói sem mun koma hingað inn á næstu vikum.. komnar með go-pro upptökuvél og alvöru upptökumenn (Gun-Show and Mr. Levis) sem hafa meðal annars verið að taka upp fyrir atvinnumenn á borð við Halldór Helga.


Í kvöld erum við báðar í fríi og verður bjór og pizza í Ölstofunni, en ekki hvað?
Restin er svo óljós og ætlum við að taka þetta eins og þetta kemur enda erum við áhættufíklar með meiru..


En hérna koma nokkrar myndir frá síðustu dögum.. elskum þetta líf!



ást


hötum ekki hoppipolla, oakley og iphone



brettið hans Jónas Kára


brettið mitt














punkturinn yfir i-ið er svo heitt swiss mocca á bláu könnunni eftir góðann dag í fjallinu!

- AleeeBerg








No comments:

Post a Comment