Tuesday, February 28, 2012

átak eða bjarg?

jææja, þá erum við Ölstofuskvísur komnar í átak eða ég ætti kannski frekar að kalla þetta að breyta um lífsstíl. Það er allavega markmiðið að koma inn nýrri rútínu sem felur í sér að borða hollan mat á tveggja tíma fresti og ræktin 5 til 7x í viku :)


Í dag er dagur nr 2 í átakinu og gengur þetta svona ljómandi vel hjá okkur. Í gær skelltum við okkur út í bónus með innkaupalista sem við fengum frá Katrín Evu. Hún er eigandi www.betriarangur.is. Nú er ekki til neitt óholt til að narta í heima við sem hjálpar manni helling!


Við keyptum m.a. 


- ávexti
- grænmeti
- spelt hrökkbrauð
- fjörost 9% í staðin fyrir venjulegan ost
- hleðslur og skyr
- kjúklinga álegg
- undanrennu
- lífrænar maiiskökur
- sweetchilli og bbq sósur
- kristal mexican lime
- kjúklingabringur
- spelt pasta
- brún hrísgrjón


Ef við höldum okkur við þennan mat ætti þetta átak að ganga eins og í sögu!


Kvöldmaturinn í kvöld : kjúklingavefja, brún hrísgrjón, sallat og 1/2 L af vatni.

Í morgun skellti ég mér í jóga og við Þórdís prufukeyrðum svo líkamsræktarstöðina Bjarg í kvöld. Erum í miklum vafa hvort við eigum að kaupa okkur kort í Bjargi eða Átaki. Ætlum að skella okkur í Átak á morgun og splæsa svo í 2 mánaða kort 1. mars þegar við erum búnar að tjékka á báðum stöðunum. 2 mánaðar kort verður að duga því það eru bara 2 mánuðir eftir af AK ævintýrinu okkar, ótrúlegt en satt :/

Við vinkonurnar erum auðvitað búnar að mæla okkur og vigta til þess að fylgjast með árangrinum okkar og hef ég ákveðið að henda mælingunum mínum hingað inn á bloggið, aðalega bara tilþess að skora á sjálfa mig því það væri frekar fúlt að þurfa að henda inn sömu tölunum aftur eftir 3 vikur. Ég held að þetta eigi bara eftir að ýta mér áfram og láta mig gera betur.

1,72 m á hæð og 62,7 kg í dag.

Mæli með að fólk sem er að taka sig á fyrir sumarið skrái svona niður því þetta heldur manni einbeittum og lætur mann vilja bæta sig enn frekar :)

En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, kem svo með aðra svona færslu efrir 3 vikur og við skulum rétt svo vona að þessar tölur hafi minkað til muna!
- Alexandra Berg


Monday, February 27, 2012

villisveppaveisla

Það er alltaf jafn huggulegt að fá skemmtilegt fólk í mat. Í þetta sinn bauð ég mömmu, pabba, ömmu og afa uppá dýrindis kjúlla og meðlæti.


Kjúklingabringurnar í Einarsbúð eru í miklu uppáhaldi. Það er bæði hægt að fá hvítlaukslegnar og villisveppalegnar bringur. Þær villisveppa urðu fyrir valinu í þetta skipti og slógu í gegn. Ég bakaði þær inní ofni ásamt niðurskornum sætum og venjulegur karteflum í eldföstu móti. Pipraðar og saltaðar með smá olivolíu.
Ferskt sallat með ristuðum furuhnetum og fetaosti fylgdi að sjálfsögðu með.


Punkturinn yfir i-ið að mínu mati er sósan hennar Líf vinkonu, með betri sósum sem ég hef smakkað og ótrúlega einföld!


Bræddi smá smjör og smjörsteikti slatta af sveppum og lauk, því meira gums því betra að mínu mati.
Þegar laukurinn er farinn að brúnast örlítið bætti ég einum til tvem sósuteningum útí, það er hægt að nota grænmetis, kjúklinga eða jafnvel nauta. Það fer bara eftir því hvað þú fýlar og hvernig kjöt sósan er að fara út á.
Næst skellti ég tvem pelum af rjóma út í og leyfði sósunni að malla. Svo er lítið mál að þykkja eða þynna sósuna eftir þörf, það er auðvitað bara smekksatriði..


Allir ánægðir með matinn

- Alexandra Berg

Saturday, February 25, 2012

guggugatan, live pub & nornaveiðar


Nú er ég stödd á Akranesinu góða og helgin búin að vera frábær hingað til!

Prinsessurnar á Guggugötunni buðu í gleði í gærkvöldi. Ég lét mig að sjálfsögðu ekki vanta og fór með Eyju, Eyrúnu, Daisy og Gunnþórunni til Reykjavíkur. Planið var að fara snemma heim en gleðin var einfaldlega of mikil þannig að ég og Eyrún urðum eftir í borg óttans með Bergþóru, Aldísi og Bergþóru Sveins. Guggugatan stóð klárlega undir nafni og trýtaði okkur vel. Engin önnur en Kim Kardashian tók fagnandi á móti okkur, mikið spjall og mikið gaman! Aldís partýmaskína var svo búin að útbúa skemmtilegann leik og fékk ég það verkefni að dingla uppá hjá Brynjari Má fm fola, ég var held ég eina sem gerði það sem ég var mönuð í og stóð mig eins og hetja. Brynjar Már átti ekki egg til að gefa mér í þetta skiptið en stelpurnar skemmtu sér konunglega við að taka þetta upp og ég trúi ekki öðru en að Eyrún skelli þessu vídjói inn á facebook strax á morgun!

Þar sem við vorum komnar í þennan flippaða gír var ekkert annað í stöðunni en að byrja djammið á LivePub, slógum rækilega í gegn þar með laginu Hit me baby one more time og ég man ekki betur en að það hafi líka verið tekið upp á vídjó! Ég þarf að fá að komast í símann hennar Eyrúnar og henda þessu öllu hingað inn við tækifæri :D

Í dag var frumsýning á leikritinu Nornaveiðar sem Grundaskóli var að setja upp. Mæli hiklaust með þessu leikriti, fínasta skemmtun. Ótrúlega góður húmor og það var ekkert lítið hlegið!

Stefanía og vinkonur að dansa á forsýningunni



Ég er búin að fara á öll leikritin sem Grundaskóli hefur sett upp síðan Frelsi var sýnt og að mínu mati er þetta lang skemmtilegasta og flottasta verkið. Það skemmir heldur ekki fyrir að Stefanía litlasyss leikur í því. Krakkarnir stóðu sig öll þvílíkt vel en að mínu mati sköruðu Klara María sem lék nornina og Sara sem lék bestu vinkonu aðalhlutverksins framúr sem leikarar. Söngurinn í leikritinu var líka ótrúlega flottur og skemmtileg lög!
Kvet ykkur öll til að kíkja á þetta í bíohöllinni á Akranesi :)

en ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili..
- Alexandra Berg

læt fylgja eitt lag sem er í miklu uppáhaldi þessa dagana



Wednesday, February 22, 2012

lífið á AK

Það hlaut að koma að þessu! Hér ætlum við stöllur að henda inn helstu viðburðum lífs okkar og ævintýrunum í Ölstofunni, stay tuned ;)