Í dag er dagur nr 2 í átakinu og gengur þetta svona ljómandi vel hjá okkur. Í gær skelltum við okkur út í bónus með innkaupalista sem við fengum frá Katrín Evu. Hún er eigandi www.betriarangur.is. Nú er ekki til neitt óholt til að narta í heima við sem hjálpar manni helling!
Við keyptum m.a.
- ávexti
- grænmeti
- spelt hrökkbrauð
- fjörost 9% í staðin fyrir venjulegan ost
- hleðslur og skyr
- kjúklinga álegg
- undanrennu
- lífrænar maiiskökur
- sweetchilli og bbq sósur
- kristal mexican lime
- kjúklingabringur
- spelt pasta
- brún hrísgrjón
Ef við höldum okkur við þennan mat ætti þetta átak að ganga eins og í sögu!
Kvöldmaturinn í kvöld : kjúklingavefja, brún hrísgrjón, sallat og 1/2 L af vatni.
Í morgun skellti ég mér í jóga og við Þórdís prufukeyrðum svo líkamsræktarstöðina Bjarg í kvöld. Erum í miklum vafa hvort við eigum að kaupa okkur kort í Bjargi eða Átaki. Ætlum að skella okkur í Átak á morgun og splæsa svo í 2 mánaða kort 1. mars þegar við erum búnar að tjékka á báðum stöðunum. 2 mánaðar kort verður að duga því það eru bara 2 mánuðir eftir af AK ævintýrinu okkar, ótrúlegt en satt :/
Við vinkonurnar erum auðvitað búnar að mæla okkur og vigta til þess að fylgjast með árangrinum okkar og hef ég ákveðið að henda mælingunum mínum hingað inn á bloggið, aðalega bara tilþess að skora á sjálfa mig því það væri frekar fúlt að þurfa að henda inn sömu tölunum aftur eftir 3 vikur. Ég held að þetta eigi bara eftir að ýta mér áfram og láta mig gera betur.
1,72 m á hæð og 62,7 kg í dag.
Mæli með að fólk sem er að taka sig á fyrir sumarið skrái svona niður því þetta heldur manni einbeittum og lætur mann vilja bæta sig enn frekar :)
En ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili, kem svo með aðra svona færslu efrir 3 vikur og við skulum rétt svo vona að þessar tölur hafi minkað til muna!
- Alexandra Berg